Lett-Tak

Kíma ehf. þjónustar Lett-Tak þakeiningar á Íslandi í nánu samstarfi við tæknimenn Lett-Tak í Larvik í Noregi. Lett-Tak þakeiningar eru einstakar hvað varðar burðarþol, hita- og hljóðeinangrun. Þær eru tiltölulega léttar og kemur það beinlínis til sparnaðar í burðarvirki viðkomandi húss. Þakflöturinn myndar stífa skífu sem færir lárétta krafta til stífingarveggja hússins. Tæknimenn Kímu ehf. eiga nána samvinnu við hönnuði um val á einingum og útreikning á burðarþoli og stífingum. Þökunum er skilað fullfrágengnum með niðurföllum, ofanljósum, köntum og tilheyrandi.

Lett-Tak þakeiningar eru notaðar þar sem gæði og byggingarhraði skipta máli.



Nokkrar staðreyndir
um Lett-Tak þakeiningar:

• Heitar: U-gildi 0,19-0,13 W/m2k
• Léttar: Aðeins 33-50 kg/m2
• Fljótar: 600-1200 m2 fullbúið þak á dag
• Langar: Spanna allt að 14,4 metrum
• Þolnar: Brunaþol REI 60
• Hljóðar: RW-gildi 48-56 db
• Stífar: Þakflöturinn er stíf skífa



Lett-Tak þakeiningar eru fullfrágengnar að innan og utan með Protan þakdúk eða undirlagspappa fyrir bárujárn.




Lett-Tak þakeiningar voru vottaðar af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í marsmánuði árið 2000 og viðurkenndar af Brunamálastofnun ríkisins. Unnið er að endurnýjun vottana.

Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins má sjá hér.

Byggingar með Lett-Tak þakeiningum:
• Laugar, heilsumiðstöð, Reykjavík
• Sjálandsskóli, Garðabæ
• World-Class, Seltjarnarnesi
• Iðnskóli, Hafnarfirði
• Stekkjarás, leikskóli, Hafnarfirði
• Glerártorg, verslunarmiðstöð, Akureyri
• Kringlan, verslunarmiðstöð, Reykjavík
• Sæplast, Dalvík
• Síðuskóli, Akureyri
• Toyota, Akureyri
• Heilsumiðstöð, Reykjalundi
• Ölgerðin austurhús, Reykjavík
• Íþróttahúsið Smárinn, Kópavogi
• Kennaraháskólinn, fyrirlestrarsalir, Reykjavík
• Ístak, skrifstofuhús, Reykjavík

Kíma ehf. | Sími: 660 85 66 / 618 18 36 | Netfang: kima@kimaehf.is