Ætla má að líftími þakefna sé á bilinu 20 til 40 ár. Þar sem byggingar verða að jafnaði eldri má gera ráð fyrir að þakefni sé endurnýjað einu sinni eða oftar á líftíma þeirra.
Við endurnýjun þaka er algengt að eldra þakefni sé látið liggja kyrrt og því ekki fargað fyrr en með sjálfri byggingunni þegar þar að kemur. Í mörgum tilfellum er eldri einangrun einnig notuð áfram og sama má segja um annað undirlag svo sem steyptar plötur og timburklæðningar.
Vistferilgreining byggingarefna tekur til öflunar hráefna, framleiðslu byggingarefnis, meðhöndlunar á byggingarstað og notkunar, endurnotkunar og viðhalds á líftíma byggingarinnar. Hún tekur einnig til niðurrifs, endurvinnslu og förgunar efnanna þegar líftíma byggingarinnar lýkur.
Áhrifaflokkar |
Eins lags asfaltpappi |
FP (flexibel Polyethylen) |
PVC | Eining/m2 |
---|---|---|---|---|
Raforka | 5 | 3 | 11 | kWh |
Notkun olíuefna | 89 | 29 | 16 | kWh |
Gróðurhúsaáhrif | 6090 | 4378 | 3598 | gCO2-ekv. |
Súrnun | 60 | 44 | 20 | gSO2-ekv. |
Áburðarálag | 0 | 3 | 2 | gPO4-ekv. |
Myndun oxíða | 10 | 3 | 2 | gPOCP |
Efnishluti til umhverfisvægis | 100 | 100 | 100 | % |
Við skoðun á töflunni má sjá að ekki munar miklu á PVC- og FP-þakefnunum í þessari rannsókn. Þó er greinilegt að PVC-þakefnið veldur minnstu álagi í flestum flokkum en það er jafnframt það efnanna sem minnst af hráefnum fer til. Orkan sem notuð er við framleiðsluna er samanlögð raforka og notkun olíuefna, sbr. töfluna hér að ofan.
Niðurstaðan kemur e.t.v. nokkuð á óvart þar sem umræðan hefur á stundum verið nokkuð andsnúin PVC efninu en haldið með gömlu góðu tjörunni. Athyglisvert er hversu miklu frekari asfaltpappinn er á orku og hve gróðurhúsaáhrif, súrnun umhverfis og myndun oxíða er miklu meiri. Hér er þó aðeins verið að skoða pappa sem lagður er í einu lagi en algengt er að pappi sé lagður í tveimur og jafnvel þremur lögum. Hér gildir alls ekki að þykkara sé betra og kröfur um vistvæna byggingarstarfsemi leyfa ekki að hönnuðir horfi framhjá þessum staðreyndum.
FP-þakefnið er hins vegar í raun fulltrúi fyrir nýja kynslóð þakefna en þó munurinn á því og PVC-efninu sé ekki mikill í þessum samanburði má þó vera ljóst að PVC-efnin munu halda velli lengi enn og geta státað af því að vera meðal hinna umhverfisvænustu af algengustu tegundum þakefna.
Heilsumiðstöðin í Laugardal.
PVC-þakdúkur á Lett-Tak þakeiningum.
Arkitektar: Konsept, Ari Lúðvíksson.
Reykur sem myndast við bruna myndar yfirleitt sýrur þegar hann blandast raka. Það er því erfitt að verjast því að vélar og tæki ryðgi við eldsvoða og þetta á sér stað hvort sem PVC er til staðar eða ekki.
Þakefni úr PVC er notað utandyra og þar sem það er yfirleitt tiltölulega þunnt (aðeins 1,2–1,5 mm) er það lítill eldsmatur og leggur lítið til súrnunar umhverfisins við eldsvoða.
Í nútíma sorpbrennslustöðvum er notað kalk ásamt hreinsibúnaði til að minnka vandamál tengd sýrumyndun. Það er svo annað mál að PVC-þakefni ættu að fara í endurvinnslu en ekki í sorpbrennslustöðvar.
Dioxin eru hópur um 210 efnasambanda. Nokkur þeirra eru mjög eitruð en magnið sem myndast er lítið. Málmbræðslur, efnaverksmiðjur og sorpbrennslustöðvar eru uppspretturnar sem máli skipta ásamt brennslu timburs og hálms.
Í sorpi er alltaf nóg af klórsamböndum, t.d. matarsalti til að dioxin geti myndast við bruna. Rannsóknir hafa sýnt að PVC-efni í sorpinu skipta litlu sem engu máli í þessu sambandi.
Flest lönd hafa sett strangar reglur um notkun blýsambanda í iðnaði. Önnur bindiefni geta verið barium-sink eða kalsium-sink efnasambönd og líklegt er að þau muni að lokum leysa hin af hólmi.
Við framleiðslu þeirra þakdúka sem mest eru notaðir hér á landi er notað kalsíum-sink.
Nýbygging Kennaraháskólans.
PVC-þakdúkur undir steinamöl.
Arkitektar: Batteríið, Sigurður Einarsson.
Ftalat með 9 til 11 kolefnisatóm eru ekki talin hafa áhrif á frjósemi eða safnast fyrir í líkamanum þar sem þau leysast illa upp í vatni.
Í þeim þakefnum úr PVC sem mest eru notuð hér á landi eru mýkingarefni úr síðasttalda flokknum. Þau gefa þakefnunum langan líftíma þar sem þau skolast hægt út. Þau eru ekki á válista fyrir mýkingarefni í plastiðnaði.
PVC-þakefni hafa venjulega kjarna úr polyestervef eða glerfilti. Þetta olli vandræðum áður fyrr en nú eru þessi efni hökkuð niður og blönduð plastmassanum.
Flestar gerðir PVC-þakdúka hafa endurunnið efni, t.d. í bakhlið, og nokkrar gerðir allt upp í 80% af þunga.
Samtök evrópskra þakdúkaframleiðenda, ESWA, hafa sett sér markmið um endurvinnslu gamalla PVC-þakefna. Áætlað er að árleg heildarendurvinnsla PVC efna í Evrópu sé komin yfir 200.000 tonn.
Niðurstöður rannsóknanna sýna að PVC er tiltölulega stöðugt og brotnar hægt niður á urðunarstað. Mýkingar- og bindiefni í afrennslisvatni eru í svo litlum mæli að það er ekki talið valda hættu fyrir umhverfið. PVC hefur enga þýðingu hvað varðar málma í afrennslisvatninu. Ennfremur sýna niðurstöður rannsókna að vinylklóríð í gasi frá haugunum kemur frá öðrum efnum í sorpinu en PVC. En PVC ætti alls ekki að enda á haugunum. Það ætti að senda til framleiðanda til endurvinnslu.
Sesseljuhús, visthúsið á Sólheimum. FP-þakdúkur undir torfi. Arkitektar
Skógarhlíð, Árni Friðriksson.
Fyrir utan það sem að framan er sagt um náttúruvænleik PVC-þakdúkanna eru þeir mjög notendavænir. Þeir eru gerðir bæði teygjanlegir og óteygjanlegir fyrir mismunandi notkun, eru tiltölulega opnir fyrir rakaflæði og þá er auðvelt að sjóða saman með heitu lofti. Hægt er að sjóða saman nýjan og gamlan dúk og vinnan getur farið fram í nánast hvaða veðri sem er.
Við vistvæna hönnun verður að huga að efna- og orkunotkun, umhverfisáhrifum og líftíma byggingarefna. Þar eru þakgerð og þakefni ekki undanskilin.
Æskilegt er að nota þakefni sem lögð eru í einu lagi, sem ekki þarf mikla orku til að framleiða og þakefni sem eru endurnýtanleg. Gera verður kröfu um viðhaldsfrí þök með langan líftíma. Bæði PVC- og FP-þakdúkarnir fullnægja þessum kröfum.
Heimildir
Protan, miljöet og PVC
TPF informer nr. 8, 2001
Vistvæn byggingarstarfsemi frá skipulagi til niðurrifs, ráðstefna, Reykjavík
2002
Sjá Árbók VFÍ/TFÍ 2003, bls. 127-131.